3.5.2008 | 01:11
Með öngulinn í rassinum
Eða kannski ætti maður að segja með fluguna í rassinum. Ég, sonurinn og örverpið fórum að veiða í Elliðaánni í dag, á efsta svæðinu alveg upp við Elliðavatn. Ekki var bröndu að fá, það var nartað einu sinni eða tvisvar. Við fórum þangað í boði Orkuveitunnar, fengum veiðistöng, nesti, drykkjarvörur og Prins Polo í taupokum merktum Orkuveitunni. Pokarnir verða góðir í innkaupin í framtíðinni. Orkuveitan gaf BUGL nokkra daga í Elliðaánni, þótti mér þetta frábært framtak hjá þeim.
Ein fiskifæla
Athugasemdir
gaman hjá ykkur
Hólmdís Hjartardóttir, 3.5.2008 kl. 01:18
Frábært! Var ekki dáldið kalt samt?
Þorsteinn Briem, 3.5.2008 kl. 01:21
Nei ekki kalt, en það var samt smá vindur en sólin hitaði okkur smá
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.5.2008 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.