Innfluttar eða innfæddar bringur

Ég er nú kannski frekar gamaldags, ég kaupi ekki útlenskar kjúklingabringur né annað kjöt frá útlöndum.  Íslenska kjötið mun ég alltaf kaupa, meðan það er til.  Ég skil ekki hvers vegna fólk kaupir erlenda kjúklinga, ég hef smakkað það og finnst mér kjötið bragðlaust og óspennandi.  Ég vona að íslenskt kjöt haldi sömu gæðum, þrátt fyrir innflutninginn.
mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég prófa allt; dúfur fashana, dádýr, hera og svo framvegis.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.5.2008 kl. 02:04

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki ég, ég kaupi bara íslenskt kjöt  Ég er svo hagsýn húsmóðir að þegar mig vantar kjúklingabringur kaupi ég heilan kjúkling og úrbeina sjálf.  Svo bý ég til einhvern góðan rétt úr hinu kjötinu sem er afgangs

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:10

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég segi það sama og Hólmdís, ég er til í allt. Bjó nálægt strútabúi í Danmörku, og það var alveg spari, að hjóla þangað og kaupa nýslátrað strútakjöt, algjört sælgæti.

Annars er ég líka sammála þér, Jóna, í því að kjötið okkar, af þeim dýrum sem alin eru á Íslandi er langbest. Þegar ég bjó í Danmörku, keypti ég einhverntímann danskt lambakjöt og það var ÓGEÐ. Eitthvert hrúta- og hormónabragð af því, en svo lærði ég að kaupa lambakjöt frá Nýja-Sjálandi, og ég get sagt þér, að það kjöt var ekki síðra en okkar alíslenska lambakjöt!!

Aldrei að vera hræddur við að prófa ...

Lilja G. Bolladóttir, 4.5.2008 kl. 02:12

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég er ekki hrædd að prófa, bara gamaldags

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:21

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er  góður sparnaður að kaupa heilan kjúkling og taka bringurnar af.

Sunnlendingar vildu fá að flytja inn strúta en fengu ekki....ég var alltaf í hláturkrampa af tilhugsuninni um strúta td við Seljalandsfoss!! En íslenskt kjöt er gott. Og ekkert grænmeti er betra en það íslenska. Það er hins vegar nóg af strútum á Íslandi.....margir í stjórnmálum , sennilega er kjötið af þeim seigt

Hólmdís Hjartardóttir, 4.5.2008 kl. 02:31

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég kaupi aldrei útlenska tómata eða agúrkur, frekar læt ég það vanta hérna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband