Rannsóknarvinna skilar árangri

Breska lögreglan á heiður skilið fyrir að uppræta svona stóran fíkniefnainnflytjanda, eigandi eða eigendur efnisins hljóta að fara á hausinn eftir svona stóran fíkniefnafund.  Það er ótrygg fjárfesting að kaupa dóp.  Svo gæti þetta skipt litlu máli ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum, kannski komust hin 90% á markað.  Þessi fíkniefnaheimur er orðinn risastórt hagkerfi í Evrópu og Ameríku, fíklum fjölgar dag frá degi.  Ég vona bara að lögreglan haldi áfram snúa á fíkniefnabarónana, hún þarf að vera jafn útsjónarsöm og smyglararnir.
mbl.is Náðu kókaíni að verðmæti 2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hér á að efla tollgæslu

Hólmdís Hjartardóttir, 5.5.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er hjartanlega sammála þér,  en hérna eru þeir að draga saman seglin, og fækka fíkniefnaleytarhundum.  Sem er til skammar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.5.2008 kl. 02:11

3 Smámynd: Jón Finnbogason

Það á einmitt ekki að gera það.

Fíkniefni eiga að fara löglegu leiðina svo hægt sé að versla með þetta eins og aðra hrávöru.

Lögreglan á að einbeita sér að öðrum brýnni málum, ofbeldismálum, efnahagsbrotum og  hætta að vandræðast við að skekkja valdahlutföll fíkniefnabaróna.

Fíkniefnahundar eiga frekar að nýtast í að leita að týndu fólki og elta uppi krotara. 

Jón Finnbogason, 5.5.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband