8.5.2008 | 00:17
Það er gott að búa á Seltjarnarnesi
Ég hef búið á Seltjarnarnesi í u.þ.b 30 ár, ég gerðist flóttamaður á fyrstu búskaparárum mínum ég bjó í Reykjavík á árunum 1980-1990, vegna þess að ég fann ekki íbúð sem ég hafði efni á að kaupa. En loksins fyrir 18 árum síðan flutti ég aftur á Nesið eftir 10 ára búsetu í henni Reykjavík. Það er ekki hægt að líkja því saman að búa hérna eða í Reykjavík. Þjónustan hérna er miklu betri, ef eitthvað bjátar á fær maður viðtal strax, maður þarf ekki á bíða í margar vikur eftir samtali við félagsráðgjafa eða annað fólk í stjórnsýslunni. Það er gott að búa hérna á Nesinu.
Bæjarsjóður Seltjarnarness styrkist fjárhagslega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu ekki örugglega búin að panta þér Grænu tunnuna?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 8.5.2008 kl. 00:21
Það er ekki búið að hafa samband við mig, en ég býst við því alveg á næstunni þá mun ég fá mér svoleiðis tunnu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.5.2008 kl. 00:26
en það er lítið og lágt..
Hólmdís Hjartardóttir, 8.5.2008 kl. 01:05
Já, það er víst alveg rétt hjá þér að það er mun meiri þjónusta víða í smærri bæjarhlutum eða minni sveitafélögum en í hinni stóru og köldu Reykjavík. Kerfiskarlarnir í Rvk mega stundum ekki vera aðþví að tala við fólkið, enda eru þeir yfirleitt á fullu í framapoti og jafnvel á fullu í pólitík. Gott að þú gast flust aftur á nesið.. eigðu ljúfa nótt mín kæra!
Tiger, 8.5.2008 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.