10.5.2008 | 02:45
8 tröppur valda því að ég fæ næstum aldrei 24 stundir!
Ég bý á efrihæð og fæ ég næstum aldrei 24 stundir, samt fær einhver borgað fyrir það að bera blaðið út í minni götu. Ég fékk fría áskrift af Morgunblaðinu nýlega í einn mánuð og fékk ég þá þetta fríblað daglega með Morgunblaðinu. Svo sagði ég upp Morgunblaðinu, áður en þessi frímánuður var liðinn. Síðan þá hef ég kannski fengið 24 stundir einu sinni í viku, og stundum alls ekki. Ég veit að manneskjan sem ber út þetta fríblað 24 stundir fær borgað fyrir útburðinn, en hún er að svíkjast um. Kannski er það stefna 24 stunda að bara Morgunblaðsáskrifendur fái blaðið með skilum. Ég les þessi fríblöð, allavega Fréttablaðið sem ég fæ daglega.
Ein svikin
Athugasemdir
Sæl Jóna mín. Ég er svo hvatvís að ég hélt að það tæki þig svo langan tíma að ganga uppá efri hæð að þú tapaðir tíma við það En Þetta er svona hjá mér líka, fæ alls ekki alltaf 24 stunda blaðið. Minnir að ég hafi séð á mbl.is aths. frá 24 sem fólk á að skrá sig á til að láta vita að það fái ekki blaðið, ættir kannski að skoða það mín kæra.
Kv. frá Töru 25 ára (Linda segir það)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 10.5.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.