14.5.2008 | 16:26
Bloggfráhvörf
Ég var hálfnuð á mínum venjulega bloggrúnti í gærkvöldi þegar netið hjá mér datt út. Ég hringdi strax í þjónustuverið og var mér sagt að vegna viðhalds væri netið lokað. Var mér sagt að áætluð opnun netsins yrði klukkan 5 í nótt. Þannig að ég var netlaus í 4 klukkutíma, en það kom ekki að sök. Ég notaði tímann til þess að laga til í tölvunni og hlaða myndum inn í hana. Svo fór ég frekar snemma að sofa :) Ein sem er netfíkill
Athugasemdir
Já en Jóna mín þú hefur bara óskað mér til hamingju með afmælið í eitt skipti! Ég er alveg hissa á þessu og ákvað að taka ábendingu og hætta nú að halda uppá það og skrifa eitthvað í kvöld, Guð má vita hvað
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 14.5.2008 kl. 17:44
Já maður er orðin alltof háður blogginu og maður verður pirrraður ef maður nær ekki samband við bloggið sitt á hverjum degiannars knús á þig elsku vinkona
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.5.2008 kl. 20:53
Ekki bara blogginu, netfíkn er miklu verri en bloggfíkn. Ég nota netið á hverjum degi til annars en bara að blogga.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.5.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.