15.5.2008 | 01:18
Ég setti inn nýjar myndir í gær
Ég var svo dugleg að ég setti inn nokkrar nýjar myndir á bloggið mitt. En ekki fór það eins og ég ætlaði, nýju myndirnar fóru í eitthvað albúm sem heitir óflokkað. Ekki bjó ég það albúm til, ég var bara með eitt albúm sem heitir myndir. Þetta óflokkaða albúm kom bara alveg að sjálfu sér, held ég!!
Mikið var gærdagurinn yndislegur, fyrsti sumardagurinn með sól og hita líka. Það var verst að ég gat ekki verið úti allann daginn. Ég var á þeytingi eftir hádegi, okkur vantaði dýrafóður og skruppum við í gæludýrabúðina í húsi Verslunarinnar. Ég og frumburðurinn keyptum dýrafóður fyrir tæp 30 þúsund, en fengum tæp 50 kíló af fóðri. 30 kíló af hundamat á tæp 9 þúsund krónur og 19 kíló af kattarmat á 19 þúsund krónur. Dýrin okkar eiga ekki eftir að svelta næstu mánuðina, enda hafa þau aldrei þurft að svelta Við hugsum vel um dýrin okkar og kaupum bara gott fóður handa þeim. Ein sem myndar mest dýrin sín
Athugasemdir
þetta var góður dagur að sjá út um gluggann Reyni að koma mér út í fyrramálið.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.5.2008 kl. 01:25
It's such a perfect day. I'm glad.......
Sammála þér með dýrafóðrið, en ég býð nú ekki í þig með öll þín dýr, læt mér nægja mitt eina litla sem er ósköp nægjusamt, þótt því standi allt hið besta til boða....
Lilja G. Bolladóttir, 15.5.2008 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.