16.5.2008 | 01:13
Áföll í æsku
Ég las fróðlega grein í miðvikudagsblaði Morgunblaðsins eftir Jóhann Ág. Sigurðsson prófessor í heimilislæknisfræði við Háskóa Íslands, langar mig að nefna nokkur atriði úr fréttinni þar sem ég sá hana ekki mbl.is.
"Nú á síðustu árum hafa einnig birst niðurstöður merkra rannsókna, sem sýna sterkt samband ofbeldis í æsku og ýmissa líkamlegra sjúkdóma síðar á ævinni"
svo þetta "skýringarnar eru meðal annars þær að ofbeldi hefur áhrif á þroska heilans og hormónastarfsemi líkamans. Á unga aldri geta slíkar breytingar orðið varanlegar og meðal annars stuðlað að aukinni tíðni offitu, beinþynningu, æðakölkunum og astma auk ýmissa hegðunar- lífstílsvandamála"
Mér þótti þetta mjög fróðleg frétt. Ég vona að þetta sé ekki ritstuldur, þar sem ég nefni heimildir og hef innan gæsalappa það sem vélrita beint upp úr greininni Ein þreytt sem er farin að sofa núna
Athugasemdir
Já þekkt er að ofbeldi veldur margvíslegum skaða. Sofðu nú rótt.
Hólmdís Hjartardóttir, 16.5.2008 kl. 01:58
Sæl Jóna.
Mér þykir þetta líka fróðlegt.
Takk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 02:10
Þetta er nú fróðlegt ég held að það sé eitthvað til í þessu... koss og knús allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 16:58
knúserí á þig inn í helgina ..
Tiger, 16.5.2008 kl. 20:43
Knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.