Frumburðurinn fer í vinnuferð

Í nótt klukkan 4 leggur frumburðurinn minn af stað í vinnuferð til Danmerkur, hún verður þar í heila viku og verður að vinna á einhverju eða einhverjum elliheimilum í Kaupmannahöfn, þessi ferð er tengd einhverju samnorrænu verkefni sem heitir Leonard verkefnið.  Ég á eftir að sakna hennar mikið.  Svo verður hún heima í tvær vikur og fer svo til Tælands í þrjár vikur og tekur hún litlu systur sína með.  Það á eftir að vera tómlegt í kotinu næstu vikurnar.  Núna þarf ég að hugsa um alla kettina og hundinn alein, frumburðurinn sér venjulega um alla kettina og ég bara um hundinn.  Ég vona bara að ég gleymi ekki að gefa köttunum að borða!  Sem betur fer láta kettirnir vita ef það vantar mat hjá þeim, svo ég get ekki gleymt því alveg W00t   Ein verkefnum hlaðin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna mín.

þetta á allt eftir að ganga vel hjá þér og ykkur.hafðu ekki áhyggjur af köttunum eða hundum .þau láta vita þegar svengdin hrellir þau.

Gangi allt sem best.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kíktu á jarðskjálftakortið

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jeminn eini   3.3 í Krísuvík

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.5.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er búin að vera á skjálftavaktinni í allan dag, ég skoðaði síðuna allavega 5 sinnum og svo missti ég af þessu!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.5.2008 kl. 01:33

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://hraun.vedur.is/ja/skjalftar/index.html  ert þú með sömu síðu og ég til þess að skoða?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.5.2008 kl. 01:35

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég fer á veður.is

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband