Ég er sköllótt

Frumburðurinn minn rakaði allt hárið af mér í gær, eins og undanfarin ár hef ég ákveðið að vera sköllótt í sumar eins og undanfarin 2 ár.  Það er það besta sem ég veit að vera svona sköllótt.  Ég varð að fjárfesta í nýjum bartskera í síðustu viku þegar sá gamli dó í miðri klippingu.  Í þessum nýja bartskera eru nefháraklippur og ýmis annar aukabúnaður, ég vona bara að þessi græja endist betur en sú síðasta Woundering   Ein sköllótt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

herre gud

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: Brynja skordal

þú ert töff kona sem þorir En sumum fer þetta vel og öðrum ekki en sá mynd af þér og þú berð þetta vel bara en ég myndi ekki þora eða tíma því en trúi samt vel að þetta sé þægilegt ekkert vesen og punt með hárið bara strjúka yfir með þvottapoka eins og kallinn minn seigir hahaha

Brynja skordal, 19.5.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fékk margar athugasemdir í vinnunni í kvöld, eins og venjulega þegar ég raka af mér hárið.  "Þessi klipping fer þér lang best"  "þú lítur miklu betur út núna"  Ég er með svo hræðilegt hár að flestir eru fegnir þegar ég raka það af!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2008 kl. 01:03

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Haha, ég var einu sinni sköllótt en það var á einhverju uppreisnartímabili hjá mér fyrir rúmlega 10 árum. Er sammála að það er mjög þægilegt og þar gat ég vanið hárið á mér á það að vera bara þvegið tvisvar í viku.... en djö.... var það kalt, maður, á veturna.... Myndi ekki gera þetta aftur, en á nokkrar myndir sem sýna mig með þriggja millimetra langa brodda út úr hausnum

Lilja G. Bolladóttir, 20.5.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband