Verslunarleiðangur í Hafnarfirði

Ég fór í langferð í gær þriðjudag.  Hafnarfjörður er ekki uppáhaldsstaðurinn minn.  En í Hafnarfirði er HB búðin og Japanskar vélar ehf.  Í HB búðinni keypti ég mér tvo brjóstahaldara, á frekar góðu verði að mínu mati.  Þeir kostuðu rétt rúmar 7 þúsund krónur, báðir tveir.  Það finnst mér frekar vel sloppið.  Smile

 Svo vantaði mig, takkaborð fyrir rafmagnsupphalara á gluggunum í bílnum mínum.  Eitt takkaborð var til þar, en það virkaði svipað og gamla takkaborðið.  Allir gluggar upp og niður, nema bílstjóraglugginn.  Sama bilunin var í þessu nýja takkaborði.  Ég hringdi í Brimborg í gær, til þess að fá það á hreint hvað svona takkaborð kostar nýtt, svarið var það að þeir hafa aldrei selt svona takkaborð, og hafa ekki hugmynd hvað það gæti kostað nýtt.  Ég spurði hvað það myndi kosta að panta svona takkaborð, svarið var " ég finn ekkert um þetta í tölvunni" og málið var dautt. W00t  Ein með óskoðaðan bíl, vegna þjónustuleysis Brimborgar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Hvað er þetta HB búð ? Ég hef oft heyrt talað um hana, en hvað fæst í henni ?

Linda litla, 28.5.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

HB búðin er nærfataverslun, svo eru seld þar náttföt líka  Ég veit ekki hvort hún var í Garðabænum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.5.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Linda litla

Og hvað ?? Eru þar nærhöld fyrir allar gerðir og stærðir ??

Linda litla, 28.5.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og þúsund kossar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:21

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þar fást nærklæði fyrir konur í ýmsum stærðum, ég keypti mér brjóstahaldara sem minnkar brjóstin og annann venjulegan.  Báðir eru frekar flottir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:44

6 Smámynd: Tiger

  Ussuss .. þú hefðir átt að koma við hjá mér - þú færð að vísu ekki tvíburahúfur hjá mér - en ég hefði gefið þér kaffi og kleinur sko! Knús á þig Jóna mín ...

Tiger, 29.5.2008 kl. 01:05

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég verð að skoða þessa búð....skoðaði brjóstahaldara í Hagkaup um daginn en gekk tómhent út

Hólmdís Hjartardóttir, 29.5.2008 kl. 01:11

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætti bara að fara  með ykkur stelpur í verslunarleiðangur í HB búðina, þar sem þið eruð báðar bíllausar   Ég býð mig fram

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2008 kl. 01:15

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hehe, ekki vantar mig allavega brjóstahaldara sem MINNKAR brjóstin!!! Það er svolítið spaugilegt, að á meðan sumar konur keppast við að stækka þau, þá vilja aðrar minnka við sig..... OMG erum við bara aldei ánægðar???

Lilja G. Bolladóttir, 29.5.2008 kl. 01:53

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

til er ég....Lilja stærðin er örugglega aldrei rétt

Hólmdís Hjartardóttir, 29.5.2008 kl. 01:56

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég nota stærð 40 D og finnst mér það frekar mikið.  Þessi brjóstahaldari sem ég keypti og minnkar um 1 3/4 " er æðislegur.  Þægilegur og smart

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2008 kl. 02:02

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er í símaskránni og er yfirleitt laus á daginn, eftir hádegi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband