29.5.2008 | 01:28
Greiningin er komin
Elsku litli sonur minn greinist á einhverfurofinu. Hann er með milda útgáfu af Aspberger heilkenninu. Núna er næst á dagskránni að senda strákinn í annað greiningarpróf, þar sem hann sjálfur svarar ýmsum spurningum. Fyrra prófið var eingöngu byggt á mínum svörum, um hegðun og allskonar einkenni alveg frá barnæsku. Hann hefur aldrei leikið sér við sína jafnaldra, en er góður með fullorðnum og svo litlum börnum.
Ein sem er fegin að greining er komin, núna byrjar vinnan fyrir alvöru
Athugasemdir
Það er gott að fá greiningu...þá er hægt að gera eitthvað vitrænt fyrir hann
Hólmdís Hjartardóttir, 29.5.2008 kl. 01:30
Það er einmitt málið, núna byrjar uppbyggingarvinnan
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2008 kl. 01:35
Það er gott að vera laus úr óvissunni, þótt kannski greiningin boði engin gleðitíðindi. En þá vitið þið allavega hvað þið eruð að takast á við.
Óska þér og syninum alls hins besta í næstu skrefum.
Knús, knús....
Lilja G. Bolladóttir, 29.5.2008 kl. 01:55
Það eru vissulega gleðitíðindi að fá loksins að vita hvað er að, þá er hægt að gera eitthvað. Ekki bara vera í óvissu og halda að maður sé léleg móðir eða lélegur uppalandi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.