Göngutúr kvöldsins

Ég fór í göngutúr kvöldsins með hann Úlf minn, ég hitti nágrannakonu mína uppi á Valhúsahæð.  Hún er með tvo Collie hunda, annar þeirra er dökkur og heitir Skuggi og hinn er ljós og heitir Bjartur.  Hundarnir eru vinir Úlfs, þegar ég kem upp á Valhúsahæð sé ég að hún er búin að sleppa hundunum sínum.  Ég þori ekki að sleppa Úlfi, vegna þess að hann hefur verið með gelgjulæti upp á síðkastið og kemur hann ekki þegar ég kalla á hann.  Á eftir okkur Úlfi kemur kattarstóð, þrír kettir eltu okkur í kvöldgönguna, Rúsina mín, Kjói og Tjása ( Ástarpungur öðru nafni).  Þegar Skuggi og Bjartur sjá kettina taka þeir á rás á eftir köttunum mínum.   Frúin sem á hundana fór á eftir þeim og náði þeim fljótlega.  Þeir Skuggi og Bjartur eiga sinn eigin kött sem fer oft með þeim í göngutúr og skemmta þeir sér við það að elta köttinn sinn.  Tveir af köttunum mínum voru flúnir heim, eftir þetta.  Frúin kom með báða hundana í bandi, þá birtist mín elskuleg Rúsína og labbaði hún fyrir framan báða hundana alla leiðina.  Hún labbaði svona tveimur metrum á undan hundunum, stundum stoppaði hún og leyfði hundunum að þefa af sér, ef þeir voru of ágengir sýndi hún þeim klær, sló til þeirra.  Hún var svo tignarleg og stríðin alla leiðina, þar sem hún hræðist ekki hunda.  Heart  Ein kisukona sem á líka hund

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Dýrin eru yndislegknús á þig elsku vinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.5.2008 kl. 07:56

2 Smámynd: Tiger

  Jamm, það er yndislegt að vera með dýr - hunda eða ketti eða eitthvað álíka. Lífið væri bara nokkuð litlaust ef maður hefði engin dýr. Knús á þig Jóna mín og eigðu ljúfa helgarrest..

Tiger, 1.6.2008 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband