14.6.2008 | 01:24
Gróðursæld
Í gönguferð minni með hundinn minn í kvöld var ég frekar hæggeng, ég fór að skoða plöntur sem urðu á leið okkar og fann ég margar áhugaverðar plöntur á leið okkar. Ég gekk fyrst út í móa sem liggur milli Bakkavarar og Valhúsaskóla, þar fann ég Blóðberg, Gulmöðru, Gleym-mér-ei, Hvítmöðru, Hóffífil, Hrafnaklukku, Maríustakk, Skarifífil, svo eitthvað eldrautt blóm sem ég veit ekki hvað heitir og Skriðsóley. Uppi á Valhúsahæð fann ég nokkrar í viðbót, eins og Lambagras Lyfjagras, Umfeðming, Mjaðurt, Túnsúru, Alaskalúpínur og Geldingarhnapp. Svo skoðaði ég krækiberjalyngið og held ég að það sé meira um krækiber í ár heldur en var í fyrra.
Veðrið var náttúrulega æðislegt, logn og bjart klukkan 10.30 að kvöldi. Ég sé mest eftir því að taka ekki myndavélina mína með mér. Kannski geri ég það á morgun að taka myndavélina með mér og taka myndir af gróðrinum. Ein sem þekkir nokkrar tegundir af blómum.
Athugasemdir
Ég týndist í Maríustakknum, finnst vonandi í Blóðberginu....
ein sem þekkir ekkert á blóm.....
Lilja G. Bolladóttir, 15.6.2008 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.