Póker

Ég og krakkarnir mínir spiluðum póker í kvöld, sonur minn keypti sér pókersett með platpeningum og spilum um daginn.  Í kvöld spiluðum við fjögur, spilapeningunum var skipt upp í fjóra hluta.  Hvert okkar fékk jafn stóran hlut.  Woundering   Eftir tveggja tíma spilamennsku voru tvö börnin búin að tapa öllu sínu, Jóna litla tapaði öllu sínu allavega þrisvar, örverpið lánaði henni smá til þess að hún gæti verið með.  Sonurinn tapaði öllu sínu einu sinni og fékk hann lán hjá mér.  Þegar við hættum áttum við, örverpið alla spilapeningana.  Örverpið mitt var ótrúlega útsjónasöm í pókernum, hún er bara 11 ára og stóð hún sig eins og hetja.  W00t   Ein sem spilar aldrei fjárhættuspil, í alvörunni.  Við spiluðum Texas holde´m eða Texas Holden man ekki hvernig það er skrifað í augnablikinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

Ég líka kom seint í keppnina og setti allt undir því ég var góð spil en þú betri...

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 15.6.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. jamm alltaf gaman að spila svona spil - í gamni en auðvitað stórhættulegt ef maður lendir í því for real. Þekki fólk sem hefur spilað allt frá sér - og það er ekki fallegt.

Knús á þig Jóna mín og eigðu ljúfa viku framundan.

Tiger, 16.6.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband