21.6.2008 | 00:11
Uppbökuð humarsúpa.
Ég bjó til mína fyrstu humarsúpu í dag, ég notaði enga uppskrift en ætla að segja frá því hvernig ég eldaði hana. Í gærkvöldi steikti ég mér 8 humra í vinnunni, ég kryddaði þá með hvítlauksdufti, papriku og svörtum pipar. Ég bara skar þá í tvennt og steikti í skelinni, þegar ég var búin að borða úr skeljunum henti ég þeim á pönnuna aftur og sauð þá í 2 klukkutíma, ég bætti smá hvítvíni úti soðið til bragðbætis. Ég sauð þetta niður og tók með mér heim u.þ.b 1 bolla af kröftugu soði. Svo í dag steikti ég nokkra humra í viðbót bara til þess að borða með ristuðu brauði og kokteilsósu, sem er æðislegt. Ég henti líka skeljunum af þessum steiktu humrum í pott og sauð með gulrótum, grænmetiskrafti, fiskikrafti, tómatpuré og svörtum pipar í klukkutíma. Þá síaði ég soðið og, bjó til smjörbollu og jafnaði út soðið, sauð það í nokkrar mínútur og þá henti ég fullt af skelflettum humri út í pottinn. Þetta lét ég sjóða í tvær mínútur og bætti ég þá einum pela af rjóma út í súpuna. Og Namm Namm hún var alveg æðisleg þessi súpa. Ein súpugerðarkona
Ps. það er mynd af súpunni í albúminu mínu.
Athugasemdir
hljómar vel.
Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 00:44
Þetta hljómar nú bara eins og matseðillinn hjá Lýð Dagssyni í lottóinu . En það er fátt sem jafnast á við góðan humar og ég sleiki nú bara út um við þessa færslu þína vinkona!!
Njóttu helgarinnar.
Tína, 21.6.2008 kl. 08:16
Já þetta var ekkert smá góð humarsúpa braðlaukar mínir dönsuðu af gleði :)
Jóna Salvör Kristinsdóttir, 21.6.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.