23.6.2008 | 01:33
Ég man ennþá eftir Smart
Átti hann ekki fyrsta farsímann, hann tók skóinn sinn og í sólanum var sími. Þessir þættir voru ábyggilega gerðir á sjöunda áratug síðustu aldar. Ég elskaði þennan þátt, samt var ég of ung til þess að muna annað en þetta með símann í skónum.
Smart spæjari slær í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mannstu ekki eftir 99'?
Hólmdís Hjartardóttir, 23.6.2008 kl. 01:35
Nei ! Ég var svo ung Ég man samt eftir loftnetunum á hausnum á honum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.6.2008 kl. 01:39
99 var kvenspæjarinn í sama þætti
Hólmdís Hjartardóttir, 23.6.2008 kl. 01:40
Ah var hún ekki svolítð sæt? Dökkhærð gella?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.6.2008 kl. 01:45
einmitt
Hólmdís Hjartardóttir, 23.6.2008 kl. 01:50
úfff... ég er greinilega soddan beibí...
Linda litla, 23.6.2008 kl. 02:05
Hahaha ... jújú - eitthvað rámar mig nú í þetta líka.
Knús á þig Jóna mín og eigðu ljúfa viku framundan.
Tiger, 23.6.2008 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.