Ég er dáinn úr ást

Þótt hjartað dæli blóði, ég heyri engan mun á hávaða eða hljóði.  Ég veit ekki hversvegna þetta lag er alltaf að trufla mig í kvöld, ég hef ekki heyrt lagið í marga mánuði.  Núna er ég með það á heilanum.  Shocking  Það er best fyrir mig að fara að halla mér, núna sef ég í rafmagnsrúmi sem er hægt að stilla alveg eftir eigin geðþótta.  Það er ágætis tilbreyting, að sofa í þannig rúmi.  Það hafa verið gestir í mínu rúmi í tvær vikur og ég sef í rúmi og herbergi Aðalheiðar Tælandsfara.  Ég sakna Tælandsfaranna alveg ótrúlega mikið, en nú er styttra í að þær komi heim, bara 10 dagar eftir.  Þær eru búnar að vera í Tælandi í 13 daga núna, og sú 18 ára hún Aðalheiður þjáist af heimþrá og þrá eftir móður sinni.  Frumburðurinn minn keypti sér demantshring í Tælandi sem kostar tæp 250.000 krónur og er hann víst rosalega flottur, demanturinn er rúmt karat og kemur frá Belgíu og er með vottorð þaðan.  Ég hlakka til þess að sjá gripinn.  W00t  Ein sem er farin að sofa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

....ég heyri engan mun á hávaða eða hljóði...

hring á 250þús.....mig sundlar

Hólmdís Hjartardóttir, 23.6.2008 kl. 02:53

2 Smámynd: Tína

Farðu vel með þig krútta. Hvíldu þig og njóttu veðurblíðunnar.

Tína, 23.6.2008 kl. 08:38

3 Smámynd: Linda litla

250,000  vá..... ertu ekki að grínast ??

Linda litla, 23.6.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Segi það sema ertu ekki að grínast, vááá

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 18:31

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband