29.6.2008 | 02:42
Mér finnst rigningin góð
Ég er farin að sakna rigningarinnar, það hefur ekki rignt hérna á Reykjavíkursvæðinu í margar vikur. Grasið í garðinum mínum er farið að fölna, ég sé mig tilneydda til þess að vökva grasið, ef ekki fer að rigna fljótlega. Svo er loftið orðið allt of þurrt, það þarf regn til þess að hreinsa loftið. Ég er komin með Astma sem er að drepa mig, ég er með Astma í þriðja skiptið á ævi minni. Ég fékk Astma í vetur, um áramótin. Ég hafði haft slæmt kvef í nokkra daga og fékk ég þennan ófögnuð, á gamlárskvöld í fyrra. Núna er ég alveg þreklaus, og þarf ég að fá mér púst fyrir göngutúra og stundum á nóttunni. Ég vona að ég losni við pústið og Astmann fljótlega.
Ein andlaus
Athugasemdir
Leitt að heyra mín kæra Huxandi. En ég verð að segja að ég sakna rigningarinnar svolítið, ekki út af grasinu, það fer lítið fyrir því heldur ég kann vel við hana á köflum, skemmtilegri en sturtan meira að segja Annars er ég með asthma líka, voða mikið um þetta núna, ef ég hamast mikið fæ ég asthmakast. En ég kenni mér um það held ég verði að fara drífa mig í leikfimi aftur, þá fann ég aldrei fyrir þessu. Ég sé ekki betur en þú sért með áreynsluasthma eins og ég, vertu dugleg að ganga þá minnkar hann. Knús, Tara
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 29.6.2008 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.