Rabbabarasulta, uppskriftin er frá ömmu minni.

Uppskriftin mín er svona í minn pott komast 4 kíló af rabbabara, og fjögur kíló af sykri, þar af er 3,5 kíló hvítur sykur og hálft kíló af dökkum púðursykri.  Ég brytja rabbabarann frekar smátt, set svo eitt kíló af rabbabara og eitt kíló af sykri þar til potturinn er vel fullur.  Svo er beðið næsta dags og þá er suðan látin koma upp, frekar hægt og svo soðið í 3-4 klukkutíma, fer eftir hitastigi og því hvernig hún þykknar.  En mér finnst best að sjóða hana við eins lágan hita og hægt er, og læt ég sultuna fá fallegan brúnan lit.  Hræra í þegar maður nennir, og undirbúa krukkurnar vel.  Ég sýð allt heila klabbið krukkurnar og lokin til að sótthreinsa, ef hreinlæti er passað geymist sultan í mörg ár W00t  Verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Jamm, þetta er langbest svona eins og þú gerir Jóna mín. Engin aukaefni og ekkert extra drasl. Veistu, þessi sulta er sú allra besta sem ég hef smakkað þegar hún er gerð nákvæmlega svona. Frábært ..

Tiger, 2.7.2008 kl. 01:37

2 Smámynd: Tína

Nú er ég búin að fjárfesta í sultukrukkur og fara hérna út í garð og klippa rabbabara en ég er með eina spurningu fyrir þig elsku Jóna mín. Lætur þú suðuna koma upp og lækkar svo hitann eða?

Tína, 3.7.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já suðan er látin koma upp, ekki á hæsta straumi, og hrært vel í á meðan suðan er að koma upp.  svo er lækkaður hitinn og hrært í þegar maður á leið fram í eldhús, næstu 3-4 tímana

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.7.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband