Jeminneini

Klukkan er orðin ansi margt og ég er ennþá vakandi, ég fékk gesti í nótt.  Tveir vinir mínir komu í heimsókn um miðja nótt.  Ég hef oft spilað Bridge við þá, og eru þeir báðir góðir í Bridge.  Frá þeim og nokkrum öðrum hef ég alla mína kunnáttu í Bridge.  Það er bara verst fyrir mig að ég kann bara Vínarkerfið, þetta litla sem ég kann í Bridge.  Atvinnumenn og aðrir góðir spilarar spila bara standard kerfið í dag.  Þannig að ég er eiginlega úrelt um leið og ég byrjaði að fylgjast með og læra Bridge.  W00t   Ein sem er næstum því sofnuð Sleeping

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Ekki kann ég neitt í bridge, hvorki vínarkerfið, standart eða aðrar útgáfur (ef þær eru til þ.e.a.s).

Eigðu ljúfan dag kona góð

Tína, 2.7.2008 kl. 06:28

2 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

He he ég vona að þú hafir sofið vel við spilamennskuna Jóna mín  En ég kann ekkert nema Veiðimann (get aldrei stillt mig um að svindla þar mér leiðist svo spilamennska, vil bara Tarot spilin mín) og jæja horfi alveg skilningslaus á fólk í Bridge eða Póker  og slíku

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 2.7.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Tiger

 Hahaha ... þú ert sannkallaður nætur hrafn skottið mitt. Ég vaki nú líka stundum lengi - en það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar maður er að lesa bloggvini og skrifa.

Ekki kann ég bridge og hef aldrei spilað það, en ég spila nú stundum fatapóker  neinei .. ég er ekki mikill spilamaður sko.

Eigðu ljúfan dag skottan mín og hvíldu þig vel ..

Tiger, 2.7.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

hehe þeir voru mjög skemmtilegir kallar hihihi

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 3.7.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband