3.7.2008 | 02:33
Tælandsfararnir komnir heim, loksins :)
Loksins eru dætur mínar komnar frá Tælandi, þær komu heim seinnipartinn í gær. Ég beið þeirra hérna heima og eldaði ég handa þeim steikta ýsu í rjóma, lauk, papriku, og sveppasósu. Þær höfðu pantað einhvern góðan íslenskan mat við heimkomuna, ég eldaði matinn á meðan hún Jóna litla = minimi, fór og sótti systur sínar upp á flugvöll. Þegar stelpurnar komu heim voru þær frekar þreyttar, en samt glaðar að vera komnar heim frá Tælandi. Þær keyptu fullt af skartgripum í Bankok. Ég fékk þetta, tvo hringa annann með perlu og krystölum og hinn með Amethyst steini. Og þrjú hálsmen, eitt með perlu og krystölum annað með þremur demöntum, það þriðja var með stórum Amethyst steini tærum og fallega skornum. Allir þessir gripir eru úr gulli, og ofboðslega fallegir.
Ég var mjög fegin að fá þær báðar heilar heim, þrátt fyrir matareitrun og hitamollu sem var í Tælandi. Yngri dóttir mín fékk matareitrun, líklega Salmonellu og var hún í tvo sólarhringa á 5 stjörnu spítala. Hún fékk Penicillin og vökva í æð allann tímann sem hún var á spítalanum, svo fékk hún með sér lyf til þess að taka í nokkra daga eftir spílalavistina. Núna er farið að styttast í það að ég leggi land undir fót, eftir 18 daga fer ég til Finnlands og ætla ég að vera þar í 11 daga. Það er á dagskránni hjá mér að fara fyrst til vinar míns sem heitir Ilkka og verð ég heima hjá honum megnið af tíma mínum í Finnlandi, við ætlum að taka ferju til Eistlands og stoppa í Tallin allavega einn dag. Svo ætla ég að heimsækja vinkonu mína sem heitir Hannele og verð ég líklega hjá henni helgina 25-27 júlí. Ég hef venjulega verslað mikið af fatnaði á börnin mín þegar ég fer til Finnlands, en í ár ætla ég að sleppa því vegna gengismunar. Evran er of dýr til þess að það geti talist hagkvæmt að versla þar. Ein ferðaglöð
Athugasemdir
Já skemmtu þér vel mamma mín í finnlandi og bið að heilsa Ilkka og hannele :) svo sjáumst við í desember ætla þá að vera hjá þér um jólin eins og vanalega hihihih:) já þú fékkst flotta skartgripi frá dætrum þínum(systrum mínum) sjáumst á morgun góða nótt :)
Jóna Salvör Kristinsdóttir, 3.7.2008 kl. 02:39
Já nú geturðu aldeilis skreytt þig....skil vel að þú sért fegin að stelpurnar eru komnar heim
Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 02:39
Gott að heyra að heilsan hjá þeirri yngri sé orðin betri og að þær séu nú komnar heim. Þess óska ég að þú getir hvílt þig almennilega út í Finnlandi. Mér hefur svona heyrst að þér veiti ekki af hvíldinni.
Kram á þig krúttan mín
Tína, 3.7.2008 kl. 06:33
Mikið er gott að þú ert búinn að fá dætur þínar heim mikið voru þær sætar að færa mömmu svona fallega skartgripi já það er ekkert betra en að fá góðan fisk eftir að hafa verið í útlöndum enda var ég fljót að sjóða mér ýsu eftir að ég kom heim það verður æðislegt fyrir þig að komast aðeins út njóttu vel sammála ekki er hagstætt að versla neitt núna bara njóta þess að dekra við þig ekki satt...hafðu ljúfa dag mín kæra
Brynja skordal, 3.7.2008 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.