Nýjustu veðurfregnir

Hérna á Seltjarnarnesinu er súld,  mikið var gott að koma út áðan og finna þetta fríska raka loft.  Ég hef saknað rakans í loftinu lengi.  Undanfarnar tvær vikur hef ég þjáðst af slæmum Astma, þegar ég vaknaði í gær var ég næstum köfnuð.  Ég var farin að sjá fyrir mér sjúkrabíl og flotta sjúkraflutningamenn að reyna að bjarga mér.  W00t   En svo lagaðist andnauðin, ég fékk mér púst og fljótlega varð betra að anda.  Ég hef verið að velta fyrir mér hversvegna Astminn er svona slæmur, ég hef aldrei verið Astmaveik.  Er þetta rigningarskorturinn, og þurrt loftið?  Eða er þetta eitthvað tilfallandi, eða er þetta kannski blómstrandi Orkídean sem er að gera út af við mig?  Shocking   Ég fór allavega í apótekið í dag og keypti mér Lóritín, bara til öryggis.  Ef að ég er komin með nýtt ofnæmi, þá verð ég að læra að lifa með því.  Woundering   Ein í andnauð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Og núna í morgunsárið er komin þessi dásamlega hitabeltisrigning, sem vonandi hreinsar loftið rækilega fyrir sólríkan sunnudag.  Eða eigum við ekki að vona það ?

p.s. Sonur minn er mjög slæmur af gróðurofnæmi á þessum árstíma. Loritin gerir lítið fyrir hann, Clairityn heldur skárra, en okkur var um daginn bent á Kestine, sem er aðeins sterkara en hinar tvær teg.  Samt lyfseðilslaust       -og virðist duga betur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 05:16

2 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Já gott að fá úrkomu, knús

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 6.7.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Sæl Jóna mín, þetta með asthmann þinn, ég hef nú alltaf haft vott af honum en aldrei verið eins slæm og í sumar, fyrir utan mæðina ef ég hreyfi mig of mikið (td þegar ég reyni að þrifa og taka til hjá mér, góð afsökun þar :) þá fæ ég þvílíkar hóstakviður á hverjum degi. Ég hef verið að kenna aumingja Eddie um þetta en hann kom til mín í febrúar, kannski að hann sé ekki eini sökudólgurinn! En þakka þér fyrir að nenna að lesa mínar furðupælingar, ég er eins og alien stundum, veit það :) en það er svo gott ef einhver nennir að leggja það á sig að kíkja á þær og svarið þitt nægði mér 100%

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 6.7.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

aldrei meira af frjókornum í loftinu en einmitt núna

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:19

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég varð fyrir hryllilegum vonbrigðum með það að sólin og 20 stiga hitinn, sem spáð var lengi að ætti að koma í gær, kom ekki. Hins vegar fara frjókornin í mig líka.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.7.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Þú ert ábyggilega svona slæm af astmanum út af þurra loftinu og frjóinu en það hefur sjaldan eða aldrei mælst svona hátt eins og nú

Agnes Ólöf Thorarensen, 7.7.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband