Tvær vikur í brottför

Ég er orðin frekar spennt að komast í fríið mitt, ég ætla að fara til Finnlands og heimsækja vini mína.  Það er á dagskránni hjá mér og vini mínum að skreppa í siglingu til Tallin í Eistlandi.  Við fórum í fyrra til Tallin og fannst mér skemmtilegast að vera í ferjunni sem flutti okkur á milli Helsinki og Tallin.  Það var partý í ferjunni, allann tímann.  Þar voru ýmsir barir, spilavíti, veitingastaður með frábærum mat og fullt af skemmtilegu fólki.  Smile   Flestir finnarnir fóru til Tallin til þess að kaupa áfengi, það má flytja eins mikið og maður vill af áfengi frá Tallin til Finnlands.  Ferðin mín til Tallin kostaði bara 45 Evrur og var innifalin siglingin og gisting um borð í ferjunni, svo rúta sem sótti okkur, og skilaði okkur heim líka, og rútan fylgdi okkur í Tallin líka, tók við öllu sem keypt var í Tallin. W00t   Ein spennt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 8.7.2008 kl. 07:16

2 Smámynd: Brynja skordal

Skil vel að þú sért orðin spennt þetta verður æðisleg ferð hafðu ljúfan dag

Brynja skordal, 8.7.2008 kl. 13:54

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já var það, keyptu finnarnir birgðir af víni, mikið er það óvenjulegt eða þannig hm hm  Jæja það fer víst tvennum sögum um það samt  Vonandi hljómaði þetta ekki neikvætt :) það vill svo til að föðuramma sona minna er finnsk svo fjórðungurinn af þeim er finnskur, ekki viss um hvaða fjórðungur það er en þó ekki eftirsókn eftir áfengi sem betur, ekki frekar en í hinni finnsku ömmu þeirra sem talar mjög skemmtilega íslensku með finnskum áherslum og var langt á undan okkur íslendingum í hollu mataræði og kenndi mér margt nýtt þar  Hafðu það sem allra best í ferðinni.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 8.7.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Tiger

 Ohmæ .. bara allt fljótandi frá Tallin til Helsingi - og það í áfengi! Jamm sko .. en það myndi lítið þýða fyrir mig - enda drekk ég eiginlega aldrei. En það hlýtur að vera gaman að sigla þarna á milli - og fá party á leiðinni í kaupbæti sko! Eigðu ljúfa nótt mín kæra Jóna ..

Tiger, 9.7.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband