13.7.2008 | 02:29
Öryggið fyrir öllu
Núna eru allir skartgripirnir sem ég og dætur mínar eiga í verðmati, vegna tryggingarmála. Það er víst ansi algengt að skartgripir séu ekki tryggðir. Gullsmiðurinn sem er að verðmeta gripina sagði að eitt til tvö mál komi upp í hverri viku, þar sem skartgripum er rænt af heimilum fólks. Og ekkert tryggingarmat hafi farið fram. Við ætlum að hafa alla okkar skartgripi tryggða, og verðmetna. Svo eigum við líka myndir af þeim öllum.
Ein sem setur öryggið á oddinn
Athugasemdir
Rétt skal vera rétt
Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2008 kl. 03:04
Halló fallegust.
Smáa letrið er víst alveg nógu smátt hjá þessum tryggingafélögum og maður er aldrei nógu nákvæmur hvað þá varðar, þannig að allur er varinn góður.
Takk fyrir að fylgjast með mér krútta. Mér þykir óendanlega vænt um það.
Tína, 13.7.2008 kl. 10:50
Þú þarna með öryggið á oddinum - þetta er náttúrulega bara brilljant hjá þér, better safe than sorry!
Smáu atriðin eru oft á tíðum ósýnileg - og því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig í svona málum.
Knús í öryggismálin ...
Tiger, 13.7.2008 kl. 18:20
Já rétt skal vera rétt
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 14.7.2008 kl. 00:26
Bestu kveðjur til þín elsku Jóna mín og bið ég góða nóttina og megi allir góðir Guðsenglar yfir þér vaka og vernda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.7.2008 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.