14.7.2008 | 03:06
Ég hlakka svo til. Ég hlakka alltaf svo til
Núna er aðeins vika í langþráð sumarfrí. Ég hlakka svo til þess að fara til Finnlands og slappa af í 11 daga. Þetta er lengsta frí sem ég hef tekið mér síðan ég var 12 ára. Í fyrra tók ég mér 9 daga í sumarfrí, árið þar á undan tók ég bara viku. Og mörg ár fyrir það tók ég mér engin sumarfrí. Ég held að ég sé vinnualki. Þrátt fyrir börnin mín 6 hef ég alltaf unnið utan heimilisins líka. Það er náttúrulega bilun, en ég elska það að vinna.
Ein vinnusöm, nema heima hjá sér
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 14.7.2008 kl. 03:08
Það verður yndislegt fyrir þig að fara í gott frí og slaka aðeins áþú átt það svo sannarlega skilið elsku Jóna mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.7.2008 kl. 13:31
Frábært hjá þér að skella þér í frí. Bara alveg nauðsynlegt að dekra við sig svona við og við og taka sér gott frí. Hafðu það gott í fríinu :)
Björg K. Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.