17.7.2008 | 03:04
Örverpið á leiðinni í sveitina
Örverpið mitt ætlar að vera hjá stóru systur sinni, sem býr í Fljótunum á meðan ég er erlendis. Seinnipartinn á sunnudaginn mun hún fljúga til Sauðárkróks, þar mun Jóna Salvör stóra systir hennar taka á móti henni. Þetta verður hennar fyrsta flug, og vona ég að það gangi vel hjá henni. Núna þarf ég að pakka niður fyrir hana og síðan fyrir sjálfa mig, þar sem ég mun fljúga til Finnlands á mánudagsmorguninn. Frumburðurinn, sú 18 ára og sonurinn verða hérna heima. Þau ætla að skipta á milli sín umhirðu dýranna og passa að hundurinn fái hreyfingu og fari út að gera þarfir sínar eftir þörfum. Ég er ekki byrjuð að hugsa um það hverju þarf að pakka, ég geri allt á síðustu stundu eins og venjulega.
Ein með frestunaráráttu á háu stigi
Athugasemdir
Ég pakka alltaf á síðasta augabliki
Hólmdís Hjartardóttir, 17.7.2008 kl. 07:29
Þekki bæði frestunaráráttuna, eiginlega alltof vel, og líka það að pakka á síðustu stundu.....
Gangi þér vel og góða ferð!!!
Lilja G. Bolladóttir, 17.7.2008 kl. 10:08
Frestunarárátta tengist mér því miður mikið :) en ég veit að þú reddar þér, ef ekki finna finnar (so og lo)út úr því fyrir þig. Ég veit ekki hvort þú tókst eftir því að Finland tengist mér mjög svo það gerir að vísu Bosína líka og ég er alltaf að bíða eftir myndunum mínum þaðan sem eru hjá syni mínum, er að verða reið en því miður halda þeir enn að ég sé að djóka þegar mér er full alvara Veit ekki alveg hvað ég á að gera til að fólk átti sig á því að ég er raunverulega reið? Kannski hætt þessu gríni sem hefur því miður alltaf fylgt mér og kannski verið mér til trafala. Hver veit. En hafðu það yndislega dásamlegt í ferðalaginu elsku Jóna mín
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 17.7.2008 kl. 17:46
sorry (so og no) þoli illa vitleysur
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 17.7.2008 kl. 17:48
Já þetta hefst allt hjá þér nú ef eitthvað gleymist þá hlýtur það að finnast í Finnlandi ekki satt fer bara vera spennt fyrir þína hönd
Brynja skordal, 17.7.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.