10.8.2008 | 00:58
Ég fór á Laugaveginn í dag til þess að horfa á Gay-pride gönguna
Ég tók náttúrulega myndavélina mína með mér, ég er búin að setja nokkrar myndir inn hjá mér. Það hefur verið árlegur viðburður hjá mér að standa fyrir utan vinnustaðinn minn, til þess að horfa á þessa frábæru göngu.
Í kvöld er ég að ammast, tveir elstu dóttursynir mínir eru hjá mér. Ég hef aldrei leyft þeim báðum að sofa hérna hjá mér áður. Allt gekk vel, þegar kom að því að fara að sofa. Ég vona að það gangi jafn vel í fyrramálið, þegar amma verður frekar þreytt og syfjuð. Ég ætla að horfa á handboltaleikinn í nótt. Hann byrjar klukkan 2.35 og verð ég vonandi vel vakandi þegar leikurinn við rússana fer fram.
Áfram Ísland
Athugasemdir
Verð að missa af handboltanum............16 tíma vakt á morgun
Hólmdís Hjartardóttir, 10.8.2008 kl. 01:01
ég er ansi hrædd um að þú verðir soldið sybbin í fyrramálið með guttunum.
Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 02:02
Örverpið er búið að lofa því að gefa strákunum morgunmat og fara svo að horfa á barnatímann í sjónvarpinu, svo verð ég kannski vakin um hádegisbilið VONANDI.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.8.2008 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.