11.8.2008 | 02:21
Móðurbetrungar
Síðastliðinn laugardagsmorgun, þann 2. ágúst var ég ennþá á finnska tímanum. Ég vaknaði klukkan sjö um morguninn. Klukkan hálf átta sat ég úti á tröppum og reykti. Veðrið var yndislegt og ég alveg hissa á því að vera glaðvakandi svona snemma morguns.
Þá gengur kona framhjá mér og stoppar til þess að spjalla við mig, kona sem ég þekki ekki neitt. Þessi kona byrjar á því að segja við mig, þú átt tvær alveg yndislegar, hjartahlýjar, og umhyggjusamar dætur. Ég segi nú bara sí svona, ég á nú fimm dætur. Hvaða tvær dætur ertu að meina? Þá segir konan, æ þú átt tvær dætur sem eru að vinna á Grund, þær eru að hugsa um mömmu mína. Ég sagði við þessa ókunnu konu þú þarft ekkert að segja mér það, ég veit að þær eru alveg yndislegar báðar tvær.
Ein stolt móðir
Athugasemdir
ljúft
Hólmdís Hjartardóttir, 11.8.2008 kl. 11:13
ó þetta hefur nú glatt móðurhjartað
Ragnheiður , 11.8.2008 kl. 12:19
Frábært
Einar Örn Einarsson, 11.8.2008 kl. 14:46
Æi enn sætt, knús í hús
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:21
En notalegt og sætt...
Agnes Ólöf Thorarensen, 11.8.2008 kl. 23:16
Fallega sagt.
Linda litla, 12.8.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.