18.8.2008 | 02:36
Ótrúlega var þessi leikur spennandi
Lokamínúturnar voru æðislegar. Ég þakka bara fyrir að þeir náðu jafntefli, á lokasekúndunni. En vörnin hjá strákunum okkar var slök. Ég hef sjaldan séð þá svona daufa í vörninni. Maður er bara eftir sig.
Aftur gerði Ísland jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta jafntefli var ekki einu sinni verðskuldað.Okkar menn léku afar illa...virtust illa upplagðir og þreyttir. Þeir verða vonandi betri næst !
Ragnheiður , 18.8.2008 kl. 02:43
Sammála ykkur báðum. En ég sagði einmitt við frumburðinn í nótt þegar nokkrar sekúndur voru eftir "við eigum fyllilega skilið að tapa". En æsispennandi lokahrina eftir arfaslökum leik. Hefðum léttilega getað verið nokkrum mörkum yfir.
Knús inn í daginn þinn yndislegust.
Tína, 18.8.2008 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.