22.8.2008 | 01:23
Erfiðir tímar framundan
Núna þegar haustið er að koma, byrja skólarnir. Ég er farin að kvíða því að vakna á morgnana, alveg eldsnemma. En ég hef alltaf vakið börnin mín á morgnana þegar skólinn er byrjaður. Ég smyr nesti barnanna áður en þau fara í skólann, ég er ekki svona húsmóðir sem gerir allt daginn áður. Mér finnst yndislegt að vaka á nóttunni, þegar allir hinir sofa. Þegar maður á 6 börn, verður maður að nota hverja stund sem gefst fyrir sjálfan sig. Minn tími er nóttin, á daginn er yfirleitt nóg að gera svo vinn ég 5 kvöld í viku.
Ein sem nennir ekki að skrifa meira í kvöld
Athugasemdir
skil þig er líka óttalegur nætuhrafn enda á ég líka 6 börn En vakna nú samt með krökkunum til að fylgja öllu eftir sem þarf að gera og allt sé ílagi enn er svo heppinn að ég þarf ekki lengur að vesenast í þessu nestis dæmi því þau fá sinn morgunmat í skólanum og hádegismat
Brynja skordal, 22.8.2008 kl. 01:47
Ööööööööööö hvenær sefur þú þá??? Ekki furða að þú sért þreytt elsku vinkona.
Eigðu nú góða og vonandi rólega helgi. Knús á þig
Tína, 22.8.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.