Ribsberjahlaup

Ég byrjaði í kvöld að gera ribsberjahlaup, ég sauð berin í vatninu og sigtaði mesta hratið frá, á morgun verð ég að sigta tilvonandi hlaupið aftur helst í gegnum gamla taubleyju, svo hita ég það aftur að suðu og bæti sykrinum útí og sýð það í ca. 10 mínútur.  þá er það tilbúið til þess að fara í sótthreinsaðar krukkurnar.  Hér kemur uppskriftin mín af ribsberjahlaupi..

1 Kíló ribsber

2-3 dl vatn

 1 kíló sykur.  Það er byrjað á því að sjóða berin í vatninu, í ca 20 mínútur, svo þarf að sigta hratið frá, fyrst í gegnum gróft sigti, svo er gott að nota grisju eða bleyju til þess að fínsigta soðið.  Þegar hratið hefur verið undið og kreist í tausigtinu, er soðið aftur látið í pottinn og 1 kíló af sykri er sett á móti einu kíló af berjum.  Engin aukaefni, bara ber, vatn og sykur.   W00t  Ein húsmóðurleg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

sjíííííííí þú hefur fundið á þér að ég væri að leita að svona uppskrift  Ætla að plata krakkana í að tína rifsið út í garði og setja í frysti, svo ég geti búið til svona hlaup um leið og ég hef orkuna í það

Knús á þig duglega kona

Tína, 23.8.2008 kl. 06:58

2 Smámynd: Brynja skordal

já mikið ertu Húsmóðurleg! Er alveg hætt að sulta lítið notað af því í dag á mínu heimili hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 23.8.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Hey hey og knús á þig elskulegustOg svo auðvitað allir með Áfram ísland

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Dugnnaðarskonsa eins og alltaf ég vildi að ég væri svona húsmóðurleg:).  Það eitt að reyna að elda núna kostar gífurlega skipulagningu þar sem sú litla vill vera ofaní öllu sem ég geri.......  Læt eldhúsafrek bíða betri tíma og dáist bara að öðrum í staðinn.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband