Kólnun

Ég er alveg viss um það, að það hefur farið kólnandi.  Ég slökkti á hitanum hjá mér í vor, samt hefur verið sæmilega heitt hérna inni hjá mér.  Í dag sá ég hitamæli hérna og hitinn hjá mér var 17.1 gráða.  Núna þegar vindar blása og klukkan er að verða 2 um nótt er hitastigið hjá mér bara 15.9 gráður.  Það liggur við að ég verði að fara í peysu.  Ég er ekki óvön kulda, hitakerfið bilaði hjá mér fyrir tveimur árum tæpum í janúar- mars, þá þurftum við að vera í flíspeysum innandyra, og dóttursonur minn á fyrsta ári var dúðaður í flís frá toppi til táar.  Hann varð að hafa húfu innandyra.  Það tók mig tvo mánuði að fá pípulagningarmann, á kaldasta tímanum og það var kuldakast hérna á Íslandi þá.  Það var samt notalegt að sitja og horfa á sjónvarpið, og allir voru dúðaðir og sængurnar komu að góðum notum frá morgni til kvölds.  Sem betur fer fann píparinn strax hvað var að, dælan sem sér um að dæla heita vatninu til okkar var ónýt.  Hann keypti nýja og strax daginn eftir var orðið heitt hérna hjá okkur.  Ég held að ég fari út í bílskúr og setji hitann á, ég er komin með hroll. Woundering   Ein köld

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sit hér í flisbuxum og peysu

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 02:36

2 Smámynd: Tína

Úfffff já það er sko farið að kólna. Núna þarf ég orðið að fara í úlpu þegar ég fer út að reykja á kvöldin, en er samt kalt.

Knús inn í daginn þinn annars krúttan mín

Tína, 26.8.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Brynja skordal

úff þetta hefur verið óþægilegt í svona langan tíma á hita en þú þolinmóð en já settu hita á kona fyrst þú hefur hann er þá ekki um að gera að hafa það notó

Brynja skordal, 26.8.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Brynja skordal

án hita!

Brynja skordal, 26.8.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já það er svo sannarlega farið að kólna ég finn það á gigtinni sem er að gera mig snargeggjaðafinn svo hrikalega til að það hálfa væri nógen knús á þig elsku vinkona mín og láttu fara vel um þig.knús á þig og þína

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.8.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband