28.8.2008 | 01:52
Skemmtileg móttaka hjá okkur þjóðinni
Ég var stödd á Laugaveginum í kvöld til þess að taka á móti strákunum okkar, síðan var gengið að Arnarhóli þar sem strákarnir fengu aldeilis góðar móttökur. Ég man ekki eftir svona miklum mannfjölda á Arnarhóli, og er ég nú eldri en tvævetur. Ég var þarna með tveimur dætrum mínum og skemmtum við okkur vel. Takk fyrir okkur
Orðuveiting á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta var flott séð úr minni stofu á sjónvarpið
Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 02:32
Þetta var alveg stórkostlegt! Sem Íslendingur búsettur í Danmörku, horfði ég á þetta í beinni útsendingu á netinu og það var ekki laust við að þjóðarstoltið í Íslendingahjartanu væri við að springa. Þessar móttökur voru engu síðri en þegar Danir komu heim til Danmerkur sem Evrópumeistarar. Og já reyndar mun íburðarmeiri, þar sem 10% íslensku þjóðarinnar var viðstatt og þar komu Danir ekki nálægt okkur, enda engin hálf milljón Dana á Ráðhústorginu þegar danska landsliðið kom heim.
Til Hamingju Ísland! Ég er sammála Óla, við getum verið stolt af þeirri gjöf að fá að fæðast á Íslandi, það hefur sýnt sig svo vel í sameiningarkrafti landans. Sameinuð stöndum við bæði í blíðu og stríðu!
Drífa Björk Guðmundsdóttir, 28.8.2008 kl. 06:16
Mér fannst þetta frábært í alla staði. En skemmtilegast fannst mér að sjá svipinn á Óla Stef þegar forsetinn setti á hann stórriddarakrossinn
Eigðu alveg yndislegan dag ljúfust.
Tína, 28.8.2008 kl. 07:54
Bara flott að sjá úr sjónvarpinu, knús
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.