29.8.2008 | 01:27
Óhugnanlegt
Þessi ránstilraun á Íslensku barni er alveg hræðileg. Það er eins gott að móðirin var vel vakandi. Ég hef aldrei farið með mín börn til útlanda þannig að þau hafa verið nokkuð örugg. Ég hef samt stundum velt vöngum yfir því " hvað ef brjálaður útlendingur kemur til Íslands til þess að stela barni, til dæmis úr barnavagni" gæti sá útlendingur farið með barnið úr landi eða hvað? Þessi venja okkar að láta börnin okkar sofa úti í vagni, gæti einn góðann veðurdag komið okkur í koll eða hvað? Ein áhyggjufull móðir og amma
Reynt að ræna íslensku barni í Frankfurt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nei......þeir komast ekki með barn úr landi
Hólmdís Hjartardóttir, 29.8.2008 kl. 02:47
Hræðilegt
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 29.8.2008 kl. 06:50
Það getur bara ekki verið að hægt sé að komast út með barn sem er passalaust...
Linda litla, 29.8.2008 kl. 19:20
Hryllingur bara...nei ég held að það sé ekki hægt að fara með börn úr landi án passa.Ég fór erlendis á síðasta ári og varð að láta útbúa passa handa mínum þremur litlu og það varð að framvísa þeim á flugvöllunum,þannig að við skulum vona að þetta sé nú að stórum hluta í lagi og að þetta sé allt skoðað.
Agnes Ólöf Thorarensen, 29.8.2008 kl. 21:38
Þetta er óhugnarlegt - versta martröð móður hlýtur að vera að missa barn í hendur einhvers og vita ekki afdrif þess. Úff ég fékk gæsahúð og kuldahroll bara við að skrifa þetta. Ég fór einu sinni til USA ein með son minn þá þriggja ára og ég hafði hann sko í "snúru" eða svona ól sem var föst við hendina á mér og svo hans alltaf ef ég fór eitthvað út. Og hafði ekki af honum augun, ekki einu sinni í afgirtum garði. Maður breytist í pata þegar maður fer með börnin sín útfyrir landsteinana. Verst að kannski ætti maður að vera meira á varðbergi hér heima - það er líka misjafnt mannfólk til hér á landi........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.8.2008 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.