3.9.2008 | 02:25
Ellilífeyrisþegar drýgja launin sín.
Hvað er þetta með eldriborgarana, núna hafa komið upp tvö svipuð smyglmál. Þar sem eldriborgarar smygla fíkniefnum í bílum sem koma með Norrænu til Íslands. Ætli þetta hafi verið notað í mörg ár? Það virðist alltaf vera nóg af fíkniefnum á markaðnum, þrátt fyrir að stórar sendingar hafi verið stöðvaðar. Smyglararnir finna alltaf nýjar leiðir til smygls ef ein bregst, bætist önnur aðferð við samdægurs. Allavega hefur verð á fíkniefnum ekki hækkað eins og aðrar neysluvörur hérna á Íslandi þetta árið. Ein sem kannast við fíkniefnavandann.
Gæsluvarðhald vegna fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er víst endalaust framboð
Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 02:34
Það er sko ekki skortur á dópi á Íslandi, það er alveg ljóst.
Linda litla, 3.9.2008 kl. 08:08
Inniltskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.9.2008 kl. 12:02
Nú - gamla fólkið verður að bjarga sér öðrum fremur
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.