12.9.2008 | 02:42
Öldin sem leið
Ég er búin að vera að skoða bókina öldin sem leið í kvöld, bókin er um minnisverð tíðindi 1801-1860 og er skemmtileg lesning bókin er tekin saman af Gils Guðmundssyni. Hér er smá dæmi úr bókinni. Aðvörun.
Hér með aðvarast menn alvarlega um að ríða ekki geyst eða ógætilega á götum hér niðri í bænum eða á veginum næst honum, og munu þeir, sem gera sig seka í slíkri reið, verða kallaðir fyrir lögreglurétt og lögsóttir til sekta og málskostnaðar.
Skrifstofa bæjarfógeta í Rvík,
2. júlí 1856
V. Finsen
Svo er hér vísa eftir Skáld-Rósu frá árinu 1855
Augað snart er tárum tært,
tryggð í partast mola.
Mitt er hjartað sárum sært,
svik er hart að þola.
Ein sem er að lesa Öldin sem leið.
Athugasemdir
Svo Auglýsing.
Sigríður Bjarnadóttir hér í bænum hefur þann 10. dag þ.m bréflega sagt upp og svikið trúlofunarmann sinn, vandaðann og efnilegan mann, sem hún hefur verið trúlofuð í tvö ár, án þess að færa nokkuð til, er hún gæfi honum að sök. Hefur hún með þeirri aðferð sýnt, hvað karlmennirnir mega framvegis byggja upp á trúmennsku hennar.
Þjóðólfur.
Vá konan er dæmd án dóms og laga!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2008 kl. 02:52
Hey ég er einmitt að lesa 1301-1400 og finnst sko bara gaman að þessu. Skemmtilega sett upp og fróðlegt lestrar. Og eins og þú bendir á þá er margt sem á þessum tíma þótti hið alvarlegasta mál en okkur finnst bara vera truflaðslega fyndið.
Takk annars fyrir ofboðslega falleg orð í minn garð Jóna mín. Eins fáránlega og það kann að hljóma, þá finnst mér bloggið mitt ekki fullklárað fyrr en þú ert búin að kvitta
Kram og heitar kveðjur til þín krútta.
Tína, 12.9.2008 kl. 06:32
Flottar bækur
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 06:58
gaman að þessu
Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 10:14
Sem betur fer er þetta öldin sem leið - he he.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.9.2008 kl. 17:51
Man eg okkar fyrri fund,
forn þó ástin réni.
Nú er eins og hundur hund
hitti á tófugrund
Gaman að Rósu, en þetta ástarsamband endaði illa
Kveðja frá Töru sem er nánast í bloggfrí fram í nóvember
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.9.2008 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.