Breytingar

Núna hefur dóttir mín sú 18 ára ákveðið að flytja að heiman.  Ég er ekki ánægð með það, mér finnst að hún eigi að búa hérna hjá mér.  Hún er að flytja til pabba síns, ég vona að það verði bara tímabundið.  Hana langar að prófa að vera ein í herbergi, og það hefur hún aldrei verið hérna hjá mér.  Íbúðin mín er bara fjögurra herbergja og hef ég bara 3 svefnherbergi.  Ég og örverpið erum saman í herbergi, sú 18 ára og frumburðurinn eru saman í herbergi og sonurinn hefur sér herbergi.  Á árum áður bjuggum við 8 í þessari íbúð núna erum við bara 5 í heimili og bráðum 4 Frown   Ekki veit ég hvernig þetta gengur, hjá stelpunni en ég vona að hún flytji heim mjög fljótlega aftur.  Ein ofurmamma sem vill hafa börnin nálægt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er enginn heimsendir Jóna mín þó hún flytji til pabba síns.  Stóri púkinn minn hefur búið hjá pabba sínum sl. 5 ár.  Auðvitað var það erfitt fyrst, en það venst.  Svo hugsar maður tilbaka - maður var sjálfur farin að búa á þessum aldri..........

knús

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.9.2008 kl. 01:27

3 identicon

Sæl Jóna mín.

Ef þetta er ekki aldurinn hjá báðum kynjum sem kallar á breytingar í sínu lífi....hver þá.

En við skulum bara vona að allt gangi vel hjá henni.

Kær Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 01:52

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er ekki sátt við það að hún sé að flytja í burtu frá mér, ég held að hún þarfnist mín aðeins lengur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.9.2008 kl. 02:07

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/641347/#comments   Smá skoðanaskipti, ég vona að ég verði ekki dæmd fyrir að setja þetta á bloggið mitt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.9.2008 kl. 02:18

6 Smámynd: Tína

Æ það er alltaf erfitt að slíta naflastrenginn en samt nauðsynlegt. Það er líka alveg ofsalega gaman að sjá hvað þau þroskast hratt. En ég held þér veiti ekki af plássin darling þó svo að þröngt megi sáttir sitja. Vandamálið er bara að ef of þröngt er setið of lengi, skapar það oft leiðindi fyrir rest. Og trúðu mér Jóna mín..................... þau koma alltaf aftur

Vikuskammtur af knúsi á þig skotta. Farðu nú vel með þig.

Tína, 13.9.2008 kl. 06:57

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég skil þig alveg - en aðalatriðið er að hún viti að hún hafur greiða leið til baka. Ætli hún eigi ekki eftir að leita til þín, þótt hún sé flutt.

merkileg skoðanaskipti sem þú vísar á - og ég er sammála þér í þessu máli.

Sigrún Óskars, 13.9.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband