Það er gott að Geir Harði finni ekki fyrir kreppu, hann er vel launaður og fær góð eftirlaun seinna

En við hin sem reynum að draga fram lífið á venjulegum verkamannalaunum finnum fyrir henni " Kreppunni"  Allar þessar verðhækkanir á vöru og þjónustu, en launin standa í stað.  Ég finn það þegar ég versla að ég fæ miklu minna fyrir peningana mín í dag.  Svo eru það öll hin málin sem brenna á mér, til dæmis samningar tryggingarstofnunar við tannlækna.  Eru samningaviðræður í gangi við tannlækna?   Á meðan þurfum við almúginn að borga mismuninn, er öllum í þessari ríkisstjórn sama um okkur sem borgum þeim launin?   Stórt er spurt, og mitt svar er þeim er nákvæmlega sama um okkur sem höfum ekki efni á því að fara með börnin okkar til tannlækna eða nota tannlæknaþjónustu sjálf.  Ein sem finnur fyrir kreppunni
mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

maður finnnur heldur betur fyrir dýrtíðinni

Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hei!! Hólmdís tannlæknirinn þinn er sestur í helgan stein,  hann sagði mér að hann væri að hætta, enda orðinn 72 ára gamall   Svo ég þarf að finna mér nýjan, hræbillegan tannlækni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.9.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Verðbólgan er ekki að drepa okkur ein saman,  verðtryggingin á lánunum er að gera það.  Er ekki kominn tími til þess að verðtryggja launin líka eða gera eitthvað raunhæft fyrir launþega þessa lands. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.9.2008 kl. 02:16

4 Smámynd: Jens Guð

  Það er ansi sláandi hvað sumar vörur hækka hratt í verði.  Ég kaupi stundum trönuberjadjús (sem er reyndar að uppistöðu til eplasafi) í Bónus.  Um nokkra hríð var hann 179 kall.  Í dag kostaði hann skyndilega 259 kr.  Þetta er ekki mikill peningur.  En í prósentum er þetta um 45%.    

Jens Guð, 16.9.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband