21.9.2008 | 01:37
Kattarsýning og Orkídeur
Ég skrapp ásamt frumburðinum á kattarsýningu í Garðheimum í dag, þar voru margir fallegir kettir. Svo var tilboð á kattarmat og keyptum við kettlingafóður fyrir litla kisann okkar. Svo fór ég að skoða Orkídeur og sá ég nokkrar þar, þær hljóta að vera dverg Orkídeur, mínar eru margfalt stærri, þ.e.a.s blómin á þeim. Ég er með myndir af mínum Orkídeum í myndaalbúminu mínu. Ég er nú ekki lítið stolt af Orkídeunum okkar, fyrsta blómið er búið að standa í rúma 3 mánuði og stendur enn. Ég hef aldrei átt svona blóm áður en við fengum gefins í fyrrahaust 7 Orkídeur og við gáfum 4 af þeim og héldum eftir 3. Þær hafa allar staðið í blóma hjá okkur í 3 mánuði, og við höfum ekkert vit á svona blómum. Ég sem hélt að ræktun Orkídea væri listgrein og maður þyrfti að vakta þær daga og nætur.
Ein með græna fingur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.