21.9.2008 | 02:31
Ekki bara í henni Ameríku
Sama gerist hérna á Íslandi bráðlega, þegar unga fólkið okkar missir eigur sínar vegna skuldsetningar. Ég hef nærtækt dæmi, íbúðin sem dóttir mín á í dag verður seld á uppboði í október, og hún og sambýlismaður hennar verða gerð gjaldþrota. Þetta er bara byrjunin á vandræðum unga fólksins okkar sem þurfti að kaupa íbúðir undanfarin 5 ár. Ég vona bara að eitthvað verði gert til þess að bjarga unga fólkinu okkar frá svona örlögum. Ein reið.
Tjaldbúum fjölgar í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóna mín.
Já, það er ekkert gamanmál að standa frammi fyrir svona aðgerðum,og því miður eru ekki allir sem standa upp eftir svona gerning.
Bönkunum skal bjargað,
Fjárfestingasjóðunum skal bjargað.Og svo frv. En blessuðu fólkinu sem lendir í ógöngum ............því er ekki fylgt í gegnum skerjagarðinn.
Bankarnir verða að græða á þeirra óförum. Þetta er réttlátt þjóðfélag með rétta forgangsröðun.
það ætti að RÉTTA YfIR SVONA SVÍVIRÐILEGUM AÐGERÐUM BANKA Á SAMA TÍMA OG ÞEIR BIÐJA SÉR VÆGÐAR OG HJÁLPAR! SVEI!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 03:02
þetta er eignaupptaka á þjóðarskala, allur almenningur er að missa eignir í verðbólgu, verðbótum og lækkandi húsnæðisverði.
sjá nánar færslu mína "Varnir gegn miðstéttinni"
Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 08:13
Leiðinlegt að heyra að dóttir þín er að missa íbúðina sína....er hrædd um að margir eigi eftir að lenda illa í haust og vetur.
Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 10:03
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:21
Þetta er bara sorglegt Jóna mínþví miður eiga alltof margir erfitt um vik þessa dagana og maður þarf svo sannarlega passa hver einasta aurþað kemur á vondan ef maður leyfir sér eitthvað smottery.knús á þig elskulegust og vonandi lagast þetta hjá þeim
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:25
Bara að þú minnist þess, Jóna mín, nú og framvegis, að þú getur ekki komið fram við fólk eins og svín, jafnvel þó að hellist úr glösum.
Minnstu þess að við erum einfaldlega borgarar á bar sem eigum þér allt gott að inna en ekki að séum fædd til að borga þér margfalt fyrir smávægilegustu yfirsjónir, svo sem að hellst hafi úr einu einasta glasi, svo sem jafnvel forsetan hefði getað hent.
Minnstu þess jafnframt, að það erum við, viðskiptavinir þínir, sem gerum þér kleift að sjá þér farborða.
Biðstu afsökunar á ömurlegu okrinu þínu - ella vil ég sem minnst af þér vita framvegis.
Árni B. Helgason
Brautarholti 2
Árni B. Helgason (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:09
Ég þakka þér Árni Helgason fyrir þessa athugasemd. Að kalla mig okrara þykir mér ekki rétt, ég er launþegi á þessum bar og var ég bara að vinna vinnuna mína. Það er ekki á mína ábyrgð ef fólk hellir niður því sem það hefur keypt, ef ég helli niður bæti ég það strax. En þegar sala hefur farið fram og drykkur er afgreiddur á borðið án þess að ég hafi hellt því niður, fellur mín ábyrgð niður. Að heimta drykk án þjónustugjalda, ég þurfti að þjónusta þig aftur. Ég fór með tusku á borðið og þurrkaði upp það sem hellst hafði niður og þú komst aftur á barinn og heimtaðir afslátt? Ég sem launþegi afgreiði drykki á því verði sem stendur í verðlista. Ég er launþegi, ekki neitt annað. Og bara svo þú vitir það er þetta fyrsta kvörtunin sem ég fæ fyrir vinnuna mína á þessum bar, ég er búin að vinna þarna í 11 ár. Hafðu það sem best, með kveðju Jóna Kolla.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.9.2008 kl. 01:46
Kæra Jóna
Ég er miður mín yfir framkomu minni gagnvart þér og bið þig innilega afsökunar á framferði mínu, bæði því hvernig ég kom fram við þig á þínum ágæta bar og ekki síður því hvernig ég hef misnotað herfilega bloggið þitt með þessari algjörlega óþörfu athugasemd. Það sem ég sagði og skrifaði var hrein markleysa og fyrir það skammast ég mín.
Megi sem flestir njóta þinnar ágætu þjónustu og góða viðmóts um langa framtíð.
Árni
Árni B. Helgason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 17:50
Takk fyrir þessa afsökunarbeiðni, ég tek þessu frekar létt og erfi ég þetta ekki. Lífið er til þess að njóta þess, og hafa gaman.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.9.2008 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.