Fíkniefnavandinn er allstaðar

Í kvöld reyndi fíkniefnaneytandi að ræna hvítvínsflösku á barnum hjá mér.  Ég rétt skrapp inn í eldhús og hann náði sér í litla hvítvínsflösku sem geymd var í kælinum sem við geymum matinn í.  Ég stóð hann að verki og sagði honum að skila flöskunni, og mér til undrunar hann skilaði flöskunni orðalaust og fór út af barnum.  Þetta er frekar óalgengt á barnum að fólk reyni að ræna okkur.  En svo lenti ég í öðru leiðinda atviki í kvöld, um það má lesa í athugasemd með síðustu færslu minni.  Og hef ég ekki um það fleiri orð.  Ein þreytt


mbl.is Mikið af fíkniefnum fannst á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jahérna hér...........þú jafnar þig á þessu en svona atvik eru erfið og leiðinleg.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 02:21

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Jóna mín,

   Alveg er ég viss um að þú ert brilljant á barnum, eins og dæmið hér að framan sannar.   En hvers vegna ert þú svona viss um að þetta hafi verið fíkniefnaneytandi ?  Hefði hann þá ekki ruðst inn með nælonsokk á hausnum, hníf í hendi og heimtað kassann ?   Frekar en að reyna að nappa einni lítilli hvítvínsflösku og skila henni svo aftur eins og góður strákur ?

Haltu annars fast utan um sjálfa þig í haustvindunum.   Þeir geta verið naprir.

Bestu kveðjur,

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 03:46

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hildur Helga ég þekki manninn, hef lent í honum áður.  Haustvindarnir eru slæmir, núna er ég með þursabit í hægri mjöðm

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.9.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband