7.10.2008 | 01:46
Heppni
Ég er heppin að skulda ekki mikið, ég skulda ekki myntkörfulán, ég hef ekki yfirdrátt, ég skulda ekki kreditkortafyrirtæki, ég skulda ekki bílalán, ég er skrýtin ég reyni að safna fyrir því sem ég kaupi. Það hef ég gert síðan ég varð einstæð móðir fyrir 4 árum síðan. Stundum kemur það sér vel að vera sparsamur og eyða ekki um efni fram. Dóttir mín er ekki jafn heppin og ég, íbúðin hennar verður seld á uppboði á morgun, þann 08.10 sem er líka afmælisdagurinn minn. Sem betur fer er hún ekki húsnæðislaus í dag, minn fyrrverandi eiginmaður fór út úr íbúðinni sinni og leigði hana dóttur okkar og barnabörnunum. Hann sjálfur var í húsnæðishraki vegna þess, en frumburðurinn okkar fann fyrir hann herbergi til leigu í íbúð hjá vini okkar. Þannig að minn fyrrverandi er ekki á götunni vegna þessa ástands, þar sem unga fólkið okkar er að missa íbúðirnar sínar.
Ein heppin
Athugasemdir
því miður eigum við eftir að sjá fullt af ungu fólki missa húsnæðið sitt
Hólmdís Hjartardóttir, 7.10.2008 kl. 01:54
Ég lenti í vondu vaxtadæmi 1983. Það árið hækkuðu lán um 80%. Ég lenti nálægt gjaldþroti. Eftir það hef ég einungis staðgreitt hluti. Sem kemur sér vel þegar ég rek heildsölu í dag. Ég er alltaf að hitta fólk sem rekur heildsölu og verslar inn upp á krít. Þetta fólk hefur gert innkaup upp á milljón, selt vöruna á 1800 þúsund. Þremur mánuðum síðar borgar það vöruna og þarf að borga 1800 þúsund vegna gengislækkunnar krónunnar. Ég veit um tvær heildsölur í dag sem eru að loka vegna þess að þær eru komnar í vanskil með leigu og laun. Þeim eru öll sund lokuð. Allt í klessu. Hvað tekur við? Atvinnuleysisbætur? Í öðru tilfellinu er karlinn (þetta eru hjón sem ráku árum saman ágæta heildsölu) kominn með pláss á togara.
Jens Guð, 7.10.2008 kl. 02:28
Á barnum okkar er allt staðgreitt, sem betur fer og bara fjölskyldan mín er þar í vinnu, ég, mamma, pabbi, systir mín, bróðir minn og ein frænka okkar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2008 kl. 02:33
Já Jóna mín, heppni er afstætt hugtak -og leitt að heyra þetta með dóttur þína, sem þú varst reyndar búin að minnast á fyrr. Vona samt að hún muni ekki líta á þetta sem neinn harmleik í sínu lífi, heldur bara tímabundin vandræði, sem hún mun örugglega sigrast á þegar fram líða stundir.
Það er líka mun skárra að lenda í blankheitum á unga aldri en seinna á líflsleiðinni.
Eins og einn frægur Breti sagði einhvern timann; "I have been broke, but never poor".
Það er viðhorfið sem blífur þessa dagana.
p.s. Svo er annað mál að ég hreinlega þoli ekki þegar hálaunað og moldríkt fólk er -enn þann dag í dag- að leyfa sér að segja að "við" höfum lifað um efni fram !
Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 04:06
Tek undir með þér Jóna.
Ég skulda húsnæðislán reyndar. En hef alltaf safnað mér fyrir öðrum hlutum . Ef ég á fyrir honum, þá kaupi ég hann, annars ekki. Leiðinlegt með íbúðina hjá dótturinni.
Einar Örn Einarsson, 7.10.2008 kl. 09:03
Já Jóna mín, þú ert sannarlega heppin. Þú ert sko ekki skrítin fyrir fimmaura þó þú kjósir að staðgreiða/safna fyrir þeim hlutum sem þú vilt kaupa - ert sko miklu frekar útsjónasöm og skynsöm!
Það er leitt að dóttir þín sé að missa húsnæðið sitt, en gott að það blessist að hún lendi ekki á götunni. Vonandi blessast ástandið bara og batnar sem fyrst. Hafðu ljúfa daga mín kæra - knús og kreist...
Tiger, 7.10.2008 kl. 11:34
Brynja skordal, 7.10.2008 kl. 12:14
Þetta er leiðinlegt að heyra og mér finnst fallegt af pabba hennar að láta hana fá íbúðina sína. Það er ekkert skrítið við að vilja ekki skulda - bara því miður ekki allir sem geta skapað sér þá aðstöðu. Bestu kveðjur til allra á barnum
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:32
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ KÆRA JÓNA KOLBRÚN
Hólmdís Hjartardóttir, 8.10.2008 kl. 00:33
TAKK HÓLMDÍS
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.