Af erlendu þjóðerni?

Hvað er að blaðamönnum í dag.  Kunna þeir ekki orðið útlendingar?  Mér leiðist það líka þegar sagt er um fólk að það sé af erlendum uppruna= útlendingar.  Mér finnst sú skilgreining á fólki ekki rétt.  Mitt mat er það að fólk af erlendum uppruna séu Íslendingar með uppruna annarsstaðar en á Íslandi.  Allir hinir sérstaklega glæpamenn frá austur- evrópu sem hafa verið að fremja innbrot, þjófnaði og ofbeldisglæpi hérna á íslandi og sagðir vera af erlendum uppruna, móðgun við þá Íslendinga sem eru af erlendum uppruna.  W00t   Ein sem vill gera greinarmun á útlendingum og íslendingum "sérstaklega af erlendum uppruna". 
mbl.is Þrír handteknir grunaðir um árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Ég er af erlendum uppruna (meira að segja í báðar áttir) en tel mig vera Íslending.

Knús á þig yndislegust

Tína, 28.10.2008 kl. 09:58

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Fólk er búið að missa sig í þessu  það er eins og fólk segir ég er að fara erlendis hvernig fer maður erlendis fer maður ekki til útlanda.Þetta er eins og það sé eitthvað fínna að segja erlendis eða erlendum uppruna ég held að þetta sé bara snobb.þegar ég er í útlöndum er ég útlendingur.

Guðjón H Finnbogason, 28.10.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:14

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

He he - eru ekki allir hér af erlendum uppruna?  Vorum við ekki norðmenn í den?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.10.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband