30.10.2008 | 01:55
Tölvusnillingur á heimilinu mína
Í gær var fartölva dóttur minnar eitthvað dyntótt, undanfarna daga hafa sennilega allskyns vírusar lagt hana undir sig. Í gær var tölvan straujuð, og endurræsingardiskurinn settur í hana (reboot). Sonurinn byrjaði að strauja tölvuna, svo nennti hann ekki meira. Þá tók undirrituð við og reyndi að klára verkið. Ekki gekk mér vel, til að byrja með svo eins og fyrir einhverja töfra tókst mér að klára verkið. Erfiðast fyrir mig var að setja upp þráðlausa netið í fartölvunni, en það tókst eftir nokkrar tilraunir. Ég var svo stolt af sjálfri mér, manneskjunni sem kann ekki mikið á tölvur. Núna er fartölva þeirrar 18 ára eins og ný, og kemst á netið án vandræða. Og ég gerði það hérumbil alein. Ein stolt, sem les aldrei leiðbeiningar.
Athugasemdir
asgoti ertu klár
Hólmdís Hjartardóttir, 30.10.2008 kl. 01:58
Góðan dag svakalega ertu klár í þessu og þolinmóð hafðu það ljúft mín kæra
Brynja skordal, 30.10.2008 kl. 08:57
Knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.10.2008 kl. 15:52
Brilljant ertu
Einar Örn Einarsson, 30.10.2008 kl. 18:42
Ég er stolt af þér, RISA knús úr snjónum fyrir norðan
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.