31.10.2008 | 01:07
Hamstur á víni?
Ekki voru margir viðskiptavinir á barnum þar sem ég vinn í kvöld, þarna er kannski komin skýringin á því. Síðustu tvær vikur hafa verið þær lélegustu á barnum síðan ég byrjaði að vinna þar fyrir 11 árum. Hamstrararnir voru heimavið drekkandi vínið sem þeir hömstruðu. Ætli þessi kreppa komi sér ekki illa fyrir bari á Íslandi. Enginn hefur lengur efni á því að fá sér öllara á bar. Fljótlega fara veitingahús í Reykjavík að leggja upp laupana, í stórum stíl.
Fólk hamstrar vín fyrir hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.