31.10.2008 | 01:47
Á rauðu ljósi
Ég lenti í því í dag að vera strandaglópur á miðjum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, ég keyrði af stað á grænu ljósi. Svo heyrði ég í sjúkrabíl og var hann að reyna að fara yfir gatnamótin á sama tíma. Ég stoppaði náttúrulega til þess að hleypa sjúkrabílnum yfir á rauðu ljósi. Eitthvað gekk illa fyrir sjúkrabílinn að komast yfir gatnamótin, þannig að ég tafðist of mikið og var strandaglóður á miðjum gatnamótunum. Það var komið rautt ljós á mig, þegar ég hélt áfram. Ég vona bara að ég fái ekki sekt, þar sem það er myndavél við þessi gatnamót. Ég gat ekki bakkað og varð ég að keyra áfram til þess að tæma gatnamótin.
Ef ég fæ sekt frá lögreglunni get ég kannski útskýrt málið fyrir þeim, en ég veit það ekki. Ég vona allavega að ég verði ekki sektuð fyrir það að víkja fyrir sjúkrabíl, sem var náttúrulega skylda mín. Ein stressuð
Athugasemdir
vonandi dugar þín útskýring
Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.