8.11.2008 | 01:08
Birta og ylur. Burt með spillingarliðið
Gísli Baldvinsson sendi þér skilaboð: Á þessum skammdegisdögum er nauðsyn að birta og ylur kærleiks og vinskapar streymi um nágrenni okkar. Við þyrftum nú strax að hvetja alla til að byrja á því sem kallað er -Ljós í myrkri-. Í fyrstu væri einungis lifandi kertaljós í einum glugga, falleg kveðja til nágrannanns.
Þetta er í raun byrjun á ljósaskreytingu aðventunnar en væntanlega meir með hvítum ljósum sem síður eru tengd sjálfum jólunum. Stígandi væri í þessu sem byrjaði á kertaljósi í glugga og endar í fallegum velupplýstum gluggum í byrjun aðventu.
Látið þetta berast.
Núna er tíminn til þess að standa saman, og láta ljósin skína.
Athugasemdir
Þegar við keyrðum heim í kvöld sáum við jólaseríu úti í einum glugga og maðurinn minn hafði á orði að best væri að tendra ljós í gluggum í þessu svartnætti.
Skyldi það duga til að hressa landann?
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:51
Örugglega.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.