15.11.2008 | 01:36
Alltaf sama sagan á hverju hausti!
Hvernig væri að fólk færi að keyra á heilsársdekkjum hérna á Íslandi, þá þyrftum við ekki að hlusta á þessar umferðaróhappafréttir í hvert skipti sem hálka gerir vart við sig. Ég er með ágætis dekk sem virka allt árið, svona harðskeljadekk. Ég lofa því að þau virka í hálku, og snjó. Svo þarf maður ekki að fara á dekkjaverkstæði tvisvar á ári og borga fúlgur fyrir umfelgunina. Ein sem kann að spara, það kostar heilan helling að kaupa tvo dekkjaumganga, þá er nú betra að eiga bara einn dekkjaumgang sem virkar, sumar, vetur, vor og haust. Ein sparsöm
Athugasemdir
Sama hér.....og svo keyrir maður bara varlega og eftir aðstæðum
Sigrún Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.