18.11.2008 | 01:28
Sparsemi, og hagsýni.
Frumburðurinn og sú 18 ára bökuðu tvær sortir af smákökum í gær. Cornflex toppa og súkkulaðibita kökur. Eftir baksturinn voru til 4 eggjarauður í glasi, ég í minni hagsýni ákvað að búa til French toast. Ég hrærði saman tveimur eggjum og þessum fjórum eggjarauðum og dýfði brauðsneiðum í það og steikti á pönnu, svo var kanilsykur og hlynsíróp sett yfir steikt brauðin. Þetta bragðaðist alveg yndislega og frekar jólalega að mínu mati. Frumburðurinn lærði að búa til svona fyrir 10 árum þegar hún var Au-pair í Connecticut í Ameríku. Ég var samt að smakka það í fyrsta skiptið í gær.
Næst þegar við eigum auka eggjarauður verður aftur svona góðgæti á borðum hjá mér. Ein sem er hagsýn húsmóðir í kreppunni.
Athugasemdir
hljómar vel.....ég steiki stundum svona brauð en hef aldrei sett kanel og hlynsíróp
Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 01:32
Við höfum yfirleitt borðað svona brauð með tómatsósu hérna, en þetta smakkaðist alveg frábærlega
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2008 kl. 01:38
Ég þarf að prufa þetta við tækifæri.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 18.11.2008 kl. 02:19
Myndarskapur er þetta í bakstrinum......
Agnes Ólöf Thorarensen, 18.11.2008 kl. 09:04
Góðan daginn elsku fjölskylda og bestu ljúfar kveðjur inn í góðan dag
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.11.2008 kl. 09:08
Gott að muna þetta, nú þegar jólabaksturinn er framundan. Ég steiki stundum brauð í ætt við þetta, en þá borðum við beikon með.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 18.11.2008 kl. 13:15
Ég lærði þetta sem krakki, en það var notuð sulta til að smyrja brauðið eftir steikingu
Sigrún Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:11
Ég sá að þú værir að segja að tengdasonur þinn væri ræfill fyrrverandi og tilvonandi .,. .. sá sem ég er með nuna .. :)
Jóna Salvör Kristinsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:37
Komdu sæl, háttvirta og hagsýna frú þíns húss, JKG!
Ef svar við leyndardómnum litla skildi ennþá vefjast fyrir þér, þá kemur hér svarið!
Jens
Kristján
Guðmundsson
En um hinn ágæta rétt, "Brauð í eggi" hef ég það að segja, að hann er mér sem fleirum gamalkunnur og er ég á sömu línu og hún Sigrún Jóns, sulta og þá helst rabbabara var málið eða þá bara ekkert annað!
Bestu kveðjur á barinn!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 21:08
Það vafðist svosem aldrei fyrir mér, en ég sá að við Jens Guð værum með sömu upphafsstafi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2008 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.